Pep Lijnders sem verið hefur aðstoðarmaður Jurgen Klopp undanfarin ár mun taka við þjálfun RB Salzburg í sumar. Þetta hefur verið staðfest.
Lijnders hefur starfað hjá Liverpool í tíu ár en hann byrjaði í yngri liðum félagsins.
Jurgen Klopp er að hætta með Liverpool á sunnudag og því ætlar Lijnders að róa á önnur mið.
Lijnders gerir þriggja ára samning við Salzburg sem rak þjálfara sinn í síðasta mánuði.
Lijnders var orðaður við Ajax og fleiri lið en tók starfið hjá Salzburg í Austurríki.