KA tók á móti Vestra í öðrum leik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í kvöld.
Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik þegar Jeppe Gertsen kom gestunum yfir. Staðan í hálfleik 0-1.
Akureyringar náðu að snúa dæminu við á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks. Þá komu þeir Rodri og Hans Viktor Guðmundsson þeim í 2-1.
Það var svo Bjarni Aðalsteinsson sem innsiglaði 3-1 sigur KA eftir rúman klukkutíma leik. Liðið er því komið í 8-liða úrslit ásamt Þór, en sex leikir eru enn eftir.
Á morgun
19:15 Keflavík – ÍA
19:15 Grindavík – Víkingur
19:15 Fylkir – HK
19:30 Stjarnan – KR
Á föstudag
19:15 Fram – ÍH
19:30 Afturelding – Valur