Þeir Luka Modric og Toni Kroos eru líklega báðir á förum frá Real Madrid í sumar. Þetta kemur fram í spænskum miðlum.
Þetta myndi marka tímamót hjá spænska stórliðinu en Modric og Kroos hafa verið hluti af ótrúlegu liði Real Madrid síðustu ár og unnið allt sem hægt er að vinna margsinnis.
Miðjumennirnir eru hins vegar báðir að verða samningslausir og svo virðist sem þeir muni ekki framlengja samning sinn.
Modric er orðinn 38 ára gamall en Kroos er 34 ára.