Emi Martinez, markvörður Aston Villa, skoraði slæmt sjálfsmark í jafntefli liðins gegn Liverpool í gær og skráði sig þar með í sögubækurnar.
Martinez missti boltann í netið eftir fyrirgjöf Harvey Elliot í upphafi leiks. Liverpool komst 1-3 yfir í gær en leiknum lauk 3-3.
Þetta var þriðja sjálfsmark Martinez í ensku úrvalsdeildinni og er hann þar með eini markvörðurinn sem á svo mörg sjálfsmörk í sögu keppninnar.
Hin sjálfsmörkin komu gegn Manchester United 2022 og hans fyrrum liði Arsenal í fyrra.