Samkvæmt fréttum á Spáni og í Tyrklandi er Jose Mourinho kominn langt í viðræður við Fenerbache um að taka við stórliðinu í Tyrklandi í sumar.
Mourinho var rekinn frá Roma á þessu tímabili og hefur síðan þá skoðað stöðuna og hvaða skref hann tekur á ferli sínum.
Mourinho er einn besti þjálfari í sögu fótboltans en hann hefur unnið titla hjá Real Madrid, Chelsea, Inter, Porto, Roma og Manchester United auk þess að hafa þjálfað Tottenham.
Nú vill Fenerbache fá hann til starfa og samkvæmt fréttum telur Fenerbache sig vera nálægt því að klófesta Mourinho.
Mourinho hefur fundað með forseta Fenerbache og er sagður mjög opinn fyrir því að taka til starfa í Tyrklandi.