Nasser Al-Khelaifi forseti PSG urðaði yfir Kylian Mbappe um helgina eftir að sóknarmaðurinn hafði tilkynnt að hann væri á förum.
Samningur Mbappe við PSG er að renna út og fer hann frítt til Real Madrid í sumar.
Mbappe kvaddi PSG með myndbandi þar sem hann þakkaði flestum fyrir en minntist ekki orði á Nasser Al-Khelaifi sem hefur greitt honum vel.
Mbappe hefur verið launahæsti leikmaður Evrópu síðustu ár og vildi forsetinn fá einhverja virðingu fyrir það.
Fyrir leik liðsins um helgina kallaði Nasser Al-Khelaifi hinn öfluga Mbappe á fund sinn og öskraði á hann, franskir miðlar segja frá.
Liðið var á leið í upphitun fyrir leik gegn Toulouse en töfðust vegna þess að allir hlustuðu á forsetann hella sér yfir Mbappe.