Harry Kane hefur raðað inn mörkum fyrir Bayern Munchen á leiktíðinni en fyrrum leikmaður liðsins skilur ekki alveg hvers vegna hann var fenginn.
Það er Dietmar Hamann, sem einnig er fyrrum leikmaður Liverpool og fleiri liða, sem sagði þetta. Kane hefur skorað 44 mörk í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð með Bayern en þrátt fyrir það verður liðið titlalaust á þessari leiktíð, sem hefur ekki gerst lengur.
„Hversu marga titla unnu þeir? Bayern skoraði fleiri mörk án Kane á síðustu leiktíð. Hann er á háum launum og kostaði meira en 100 milljónir. Væri staðan endilega verri ef Mathys Tel væri uppi á topp?“ segir Hamann.
„Félagið seldi margar treyjur og þetta voru stjörnukaup. En ef ég væri þarna myndi ég spyrja mig alvarlega hvort við værum betur sett með 100 milljónir á bankabókinni og hann annars staðar.“