Juventus er tilbúið að selja varnarmanninn Gleison Bremer í sumar og þá til enska stórliðsins Manchester United.
Frá þessu greinir Corriere Torini á Ítalíu en um er að ræða gríðarlega öflugan varnarmann sem gekk í raðir Juventus frá Torino árið 2022.
Bremer hefur spilað stórt hlutverk hjá Juventus eftir komu sína þangað en hann er enn aðeins 27 ára gamall og á nóg eftir.
Samkvæmt ítalska miðlinum er Juventus þó vel opið fyrir því að losa leikmanninn fyrir 60 milljónir evra.
United þarf svo sannarlega á varnarmönnum að halda fyrir næsta tímabil og mun líklega sterklega íhuga að semja við leikmanninn.