Það hefur svo sannarlega gengið illa hjá FC Bayern að finna arftaka Thomas Tuchel en félagið ákvað að reka hann úr starfi.
Bild í Þýskalandi fjallar um leitina að eftirmanni hans í dag.
Bayern hefur reynt að ráða Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick en allir hafa hafnað starfinu.
Nú segir Bild að líklegt sé að Bayern reyni að ráða Roberto de Zerbi stjóra Brighton en Hansi Flick er einnig nefndur til sögunnar.
Tuchel er á sínu öðru tímabili hjá Bayern en samstarfið hefur ekki gengið nógu vel og því var ákveðið að binda enda á samstarfið.