Arsenal hefur sett sjö leikmenn á sölulista fyrir félagaskiptagluggann í sumar. Mirror segir frá.
Skytturnar eru í harðri toppbaráttu við Manchester City en þarf að treysta á að meistararnir misstígi sig gegn Tottenham eða West Ham á komandi dögum til að geta hampað Englandsmeistaratitlinum.
Mikel Arteta og hans menn vilja án efa styrkja lið sitt enn frekar í sumar og þá eru einhverjir leikmenn sem munu fara út á móti.
Þegar er ljóst að Cedric Soares og Mohamed Elneny fara þegar samningar þeirra renna út og þá er samningur markvarðarins Arthur Okonkwo einnig að renna út. Enn fremur eru sjö leikmenn til sölu í sumar fyrir frétt verð.
Samkvæmt frétt Mirror er um að ræða Aaron Ramsdale, Eddie Nketiah, Emile Smith-Rowe, Kieren Tierney, Nuno Tavares, Albert Sambi Lokonga og Reiss Nelson.
Þarna eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað nokkuð stóra rullu hjá Arsenal á síðustu tímabilum en nú gætu þeir farið annað.