Stuðningsmenn Arsenal óttast að nágrannar sínar í Tottenham muni ekki gefa allt í leikinn gegn Manchester City í ensku deildinni á morgun.
Arsenal er á toppi deildarinnar þegar liðið á einn leik eftir en City á leik til góða og heimsækir Tottenham á morgun í þeim leik.
Vinni City leikinn er liðið komið á toppinn fyrir síðustu umferðina. „Ég er stuðningsmaður City fram í júlí,“ sungu stuðningsmenn Tottenham um helgina.
Ljóst er að stuðningsmenn Tottenham vilja ekki sjá Arsenal verða meistara en óvíst er hvort leikmenn liðsins hugsi eins.
Hér má heyra hvernig stuðningsmenn Tottenham sungu.
Spurs fan singing “I’m City till July” 😂pic.twitter.com/3st3niTutv
— Football Chants (@FootyFansChants) May 12, 2024