Leikur Þórs/KA og Keflavíkur í Bestu deild kvenna á morgun verður spilaður inni í knatthúsinu Boganum.
Þetta er þar sem heimavöllur liðsins utandyra er ekki klár.
Leiktíminn helst óbreyttur og hefst leikurinn klukkan 18 annað kvöld.
Þór/KA er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig en Keflavík er á botninum án stiga.
Besta-deild kvenna
Þór/KA – Keflavík
Var: Þriðjudaginn 14. maí kl. 18.00 á VÍS vellinum
Verður: Þriðjudaginn 14. maí kl. 18.00 í Boganum