Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið eftir gott gengi á leiktíðinni.
Iraola tók við fyrir leiktíðina sem nú er að klárast og gengið framan af var alls ekki gott. Það hefur þó heldur betur ræst úr því. Bournemouth er í ellefta sæti ensku úrvaldeildarinnar fyrir lokaumferðina og gæti enn endað í efri hlutanum.
„Leikmenn hafa klárlega keypt hans hugmyndafræði og stuðningsmenn tekið honum vel. Við hlökkum til að vinna áfram með Andoni,“ segir stjórnarformaður Bournemouth.
The news you all wanted to see 😍
Andoni Iraola signs a contract extension with #afcb ✍️🍒 pic.twitter.com/6LeuDN2vlh
— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) May 13, 2024