Svo gæti farið að Arsenal þurfi að treysta á West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, ætli liðið sér að hampa Englandsmeistaratitlinum.
Arsenal þarf að vinna lokaleik sinn gegn Everton um næstu helgi og treysta á að Manchester City misstígi sig gegn annað hvort Tottenham á morgun eða West Ham í lokaumferðinni til að verða Englandsmeistari.
Stjóri West Ham, David Moyes, virðist ekki of bjartsýnn fyrir leikinn gegn City.
„Það yrði erfitt að stoppa U-14 ára liðið þeirra frá því að vinna titilinn,“ sagði hann og hló.
„Ég hef sagt leikmönnunum að við verðum að vera faglegir. Við munum gera okkar besta.“