Óhætt er að segja að Bayer Leverkusen sé heitasta lið Evrópu en liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu, er komið í úrslit Evrópudeildarinnar, úrslit þýska bikarsins og orðið þýskur. meistari.
Nú segja erlendir miðlar að Cristiano Ronaldo sé á óskalista liðsins í sumar.
Ronaldo er 39 ára gamall en hann hefur í 18 mánuði spilað fyrir Al-Nassr í Sádí Arabíu en þar hefur hann raðað inn mörkum.
Í fréttunum segir að Xabi Alonso þjálfari liðsins telji að Ronaldo geti komið inn með gæði og mörk sem Leverkusen þarf á að halda á næstu leiktíð.
Xabi og Ronaldo áttu góða tíma saman sem leikmenn hjá Real Madrid og hefur Xabi alltaf talað vel um Ronaldo sem leikmann og persónu.
Það væri óvænt að sjá Ronaldo aftur mæta í fótboltann í Evrópu þar sem hann átti frábæra tíma hjá Real, Manchester United og Juventus áður en hann hélt til Sádí Arabíu.