Arsenal hefur aldrei unnið fleiri leiki á einu tímabili en á þessari leiktíð. Þetta varð ljóst með sigri á Manchester United í gær.
0-1 sigur á Old Trafford í gær heldur Skyttunum á lífi í toppbaráttunni en þetta var 27. sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinnni á leiktíðinni.
Þar með bætti Arsenal mett sitt. Það átti hið magnaða lið tímabilið 2003-2004 sem vann 26 leiki og tapaði ekki einum.
Það er spurning hvort þetta dugi Arsenal til að hampa Englandsmeistaratitlinum um næstu helgi. Liðið þarf að vinna leik sinn gegn Everton og treysta á að Manchester City misttígi sig gegn annað hvort Tottenham eða West Ham í lokaleikjum sínum.