Það eru margir farnir að kannast við nafnið Giovanni Reyna en hann er leikmaður Nottingham Forest í dag.
Um er að ræða efnilegan leikmann sem átti að vera vonarstjarna Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum.
Reyna er sonur fyrrum leikmanns í úrvalsdeildinni en það er Claudio Reyna sem lék til að mynda með Manchester City.
Reyna er orðinn 21 árs gamall í dag en hann fékk ekki pláss í leikmannahópnum er Forest spilaði við Chelsea í gær.
Það eru sorgartíðindi fyrir leikmanninn sem er ekki að glíma við meiðsli og ljóst að ferill hans á Englandi mun ekki endast lengi.
Reyna er samningsbundinn Borussia Dortmund og er í láni hjá Forest og hefur aðeins byrjað tvo leiki á tímabilinu.