Erik ten Hag, stjóri Manchester United, skaut hressilega á eigin gagnrýnendur fyrir leik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Margir kalla eftir því að Ten Hag verði rekinn en sú köll urðu hærri á mánudag er United tapaði 4-0 gegn Crystal Palace.
Hollendingurinn er sjálfur sannfærður um að hann haldi starfi sínu á Old Trafford og segir að sumir aðilar hafi í raun enga vitneskju þegar kemur að íþróttinni.
,,Ég held að stuðningsmennirnir séu þolinmóðir, þið sáuð það á mánudaginn en ég sé fréttir um að þeir séu það ekki,“ sagði Ten Hag.
,,Annað hvort vita þeir ekkert um fótbolta eða vita ekkert um hvernig það er að þjálfa knattspyrnufélag.“
,,Ég held þó að það séu margir þarna sem sjá hver vandamálin eru og þeir eru þolinmóðir.“