fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Segist ekki hafa átt skilið byrjunarliðssæti undir Arteta – ,,Hann hafði 100 prósent rétt fyrir sér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2024 11:00

Mikel Arteta og Kieran Tierney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Tierney, leikmaður Arsenal, viðurkennir að Mikel Arteta hafi gert rétt með að taka sig úr byrjunarliðinu á síðustu leiktíð.

Tierney missti sæti sitt í vörn Arsenal 2023 og var svo lánaður til spænska félagsins Real Sociedad fyrir þetta tímabil.

Tierney mun snúa aftur til Arsenal eftir tímabilið en viðurkennir einnig að hann muni finna annað verkefni ef hann kemst ekki í hóp.

,,Sjáið breiddina í þessari stöðu í dag, þeir eru með Zinchenko, Timber, Tomiyasu og Kiwior. Fjórir leikmenn geta spilað þarna,“ sagði Tierney.

,,Ef ég sný aftur og staðan er sú sama þá verð ég ekki vitlaus, ég veit að það eru góðar líkur á að ég sé á förum.“

,,Þú veist samt aldrei hvað gerist í fótboltanum, það er hægt að nefna sjaldgæft dæmi með William Saliba.“

,,Ég skil ákvörðun þjálfarans að setja mig á bekkinn, svona er fótboltinn. Þetta var taktísk ákvörðun og sú besta til að skila úrslitum.“

,,Hann hafði 100 prósent rétt fyrir sér ef þú horfir til baka. Þeir voru nálægt því að vinna deildina í fyrra og ég tel að þeir geri það á þessu ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“