Andri Lucas Guðjohnsen gæti verið að taka stórt skref á sínum ferli en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Romano er einn sá virtasti í bransanum en hann sérhæfir sig í að fjalla um félagaskipti leikmanna.
Hann greinir nú frá því að Gent í Belgíu hafi áhuga á að fá Andra í sínar raðir en hann er leikmaður Lyngby.
Andri hefur staðið sig virkilega vel hjá Lyngby á tímabilinu og er að raða inn mörkum aðeins 22 ára gamall.
Romano segir að Gent sé að sýna landsliðsmanninum mikinn áhuga og verðu fróðlegt að sjá hvernig hlutirnir þróast á næstu dögum eða vikum.
🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.
Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024