Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það sauð upp úr í sigri Vals á Breiðabliki í Bestu deild karla á dögunum og fékk Arnar Grétarsson, þjálfari fyrrnefnda liðsins, rautt spjald fyrir að urða yfir dómara leiksins.
„Hann sýndi það í KA og svo núna að hann þarf að halda haus miklu betur,“ sagði Hrafnkell um málið.
Þá var almennt rætt um æsing manna á bekknum það sem af er tímabili í Bestu deildinni, en ófá spjöld hafa verið gefin mönnum á hliðarlínunni.
„Það er fyndið að í sömu viku sér maður Carlo Ancelotti (stjóri Real Madrid) með beta lið í heimi og hann er bara sultuslakur. Svo horfir maður á Bestu deildina og það eru allir þjálfara í tómum æsing,“ sagði Hrafnkell léttur í bragði.
Umræðan í heild er í spilaranum.