Cristiano Ronaldo hefur nú skorað 48 mörk fyrir lið Al-Nassr á þessu tímabili í aðeins 47 leikjum í öllum keppnum.
Ronaldo er einn besti ef ekki besti markaskorari sögunnar en hann er alls með 763 mörk í 1,017 keppnisleikjum.
Portúgalinn hefur ekki skorað eins mikið síðan 2016 en hann var þá leikmaður Real Madrid á Spáni.
Ronaldo er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall en hann er einnig markahæsti landsliðsmaður sögunnar.
Ronaldo á að baki 206 landsleiki fyrir Portúgal og hefur í þeim skorað 128 mörk sem er stórkostlegur árangur.