Paris Saint-Germain mun spila án Kylian Mbappe næsta vetur en hann er að kveðja félagið fyrir fullt og allt.
Mbappe hefur sjálfur staðfest það en hann verður samningslaus í sumar og er líklega á leið til Real Madrid.
PSG fær þó mikinn pening til að vinna með á móti en samkvæmt Ben Jacobs þá getur franska liðið eytt 225 milljónum evra í nýja leikmenn eftir brottför Mbappe.
Mbappe var lang launahæsti leikmaður liðsins en hann mun alls ekki fá sömu laun hjá nýjum vinnuveitendum.
Jacobs segir að PSG ætli ekki að kaupa stórstjörnu fyrir þennan pening en mun frekar reyna að styrkja nokkrar stöður án þess að brjóta fjárlög UEFA.
Understand PSG have freed up €225m-gross from Kylian Mbappe’s departure, including taxes and social security. A significant portion of this will be put towards multiple players this summer as part of the club’s continued squad revamp and investment in young talent.🔴🔵 pic.twitter.com/QSJ1AQbEZH
— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 10, 2024