Antony, leikmaður Manchester United, hefur ákveðið að fá sér húðflúr af sjálfum sér á bakið.
Það er listamaðurinn Bruno Lopes sem birtir þessa mynd á Instagram síðu sinni en hann hefur séð um að flúra fjölmargar stjörnur.
Brassinn hefur átt erfitt uppdráttar á Englandi en hann kom til United frá Ajax fyrir síðasta tímabil.
Þessi nýjasta mynd Antony hefur vakið töluverða athygli en þar má sjá hann fagna marki ber að ofan.
Margir netverjar hafa gagnrýnt Antony og segir einn: ,,Er eitthvað mikið að þér? Þú ert stórskrítinn.“ Annar bætir við: ,,Hver heldurðu að þú sért?“
Dæmi nú hver fyrir sig en þetta má sjá hér.