Borussia Dortmund græðir gríðarlega á því að hafa komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar – meira en öll önnur félög hefðu gert.
Frá þessu greinir Bild í Þýskalandi en ástæðan er miðjumaðurinn Jude Bellingham sem spilar með Real Madrid í dag.
Bellingham var seldur til Real frá Dortmund fyrir 115 milljónir punda og mun mæta sínu fyrrum félagi í úrslitum.
Bild segir að Real þurfi að borga Dortmund um fimm milljónir evra fyrir það eina að Bellingham spili í úrslitaleiknum sjálfum og aðrar tvær milljónir ef hann kemst í lið tímabilsins í þeirri keppni.
Real er mun sigurstranglegra liðið fyrir þessa viðureign en þrátt fyrir tap fá þeir þýsku rúmlega sjö milljónir evra beint í vasann.