Jack Rodwell, fyrrum leikmaður Everton og Manchester City, er nánast óþekkjanlegur í dag en hann spilar í Ástralíu.
Um er að ræða 33 ára gamlan Englending sem er á mála hjá liði Sidney FC í efstu deild þar í landi.
Rodwell var steinhissa í vikunni er hann fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu í leik gegn Central Coast Mariners.
Enskir miðlar vekja athygli á því að Rodwell sé nánast óþekkjanlegur en hann er kominn með nýja greiðslu sem er ólík þeim fyrri.
Rodwell var sjálfur gríðarlega óánægður með dómgæsluna í leiknum en það má færa rök fyrir því að ákvörðunin hafi verið rétt.
Myndband af þessu má sjá hér.
Jack Rodwell was sent off for Sydney FC after a VAR decision that was then explained by the referee to the crowd.
Bring this to the Premier League please 🙏 pic.twitter.com/PoDkXmTlu4
— FootballJOE (@FootballJOE) May 10, 2024