Fulham 0 – 4 Manchester City
0-1 Josko Gvardiol(’13)
0-2 Phil Foden(’59)
0-3 Josko Gvardiol(’71)
0-4 Julian Alvarez(’90, víti)
Manchester City var í engum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Fulham á útivelli.
Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir Englandsmeistarana sem lentu alls ekki í vandræðum í London.
Josko Gvardiol átti frábæran leik fyrir City en hann skoraði tvö mörk í sigrinum en Phil Foden gerði annað og Julian Alvarez það fjórða í 4-0 sigri.
City er nú komið á toppinn og er tveimur stigum á undan Arsenal þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.