Gary Martin framherjinn knái frá Englandi segist þéna meira en 800 þúsund krónur á mánuði hjá Selfoss í 2. deild karla.
Gary var lánaður til Víkings Ólafsvikur á dögunum en Selfoss vildi ekki hafa enska framherjann í sínum röðum og var hann lánaður.
Samkvæmt okkar heimildum þénar Gary í kringum 800 þúsund á mánuði hjá Selfoss en í viðtali við Chess after Dark segist hann þéna meira.
Gary er ósáttur við frétt okkar sem skrifuð var á dögunum og má lesa hérna.
„Ég sá skít á 433.is, frétt um það að Selfoss væri að borga stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin. Þeir setja út töluna, þeir vita ekki neitt. Þeir vita ekkert um launin mín,“ sagði Gary í Chess after dark.
„Það þarf enginn að vita þetta, af hverju ertu að búa til tölu sem er ekki rétt? Það vita allir að Selfoss borgar hluta af laununum mínum. Það þarf ekki að setja nafnið mitt við þetta. Þetta er lélegt.“
Hann segir fólk vilja lesa um sig. „Ef það er ég þá selur það meira, ég er eðlilegur náungi.“
Hann segir það ekki rétt að hann þéni 800 þúsund á mánuði, hann þéni meira en það. „Ekki setja tölu sem er ekki rétt, því ég þéna meira. Ég skil þetta ekki.“