Bukayo Saka og Takehiro Tomiyasu eru báðir tæpir fyrir leik Arsenal gegn Manchester United á sunnudag.
Báðir hafa átt í vandræðum með að æfa í vikunni en Saka og Tomiyasu eru mikilvægir menn.
Saka er hættulegasti og besti sóknarmaður Arsenal en liðið þarf að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga von á titlinum.
„Þeir verða skoðaðir á æfingu á morgun, við erum að bíða og sjá hvernig þeir verða,“ sagði Mikel Arteta á fundi í dag.
Saka hefur verið frábær á þessu tímabili en Arsenal þarf að treysta á að Manchester City misstígi sig á næstu dögum.