Patrik Snær Atlason, prettyboitjokko segir að Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks hafi sagt Adam Ægi Pálssyni að standa upp og látið góð orð fylgja svo með.
Patrik er besti vinur Adams en hann var gestur í Dr. Football í dag.
„Dóri Árna sagði stattu upp auminginn þinn, Adam segir haltu kjafti,“ segir Patrik Snær.
Lestu allt um málið hér og sjáðu myndband af öllum látunum.
Adam var rekinn af velli fyrir að segja Halldóri að halda kjafti en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald.
Hjörvar Hafliðason segir að þjálfarar eigi ekki að vera að æsa í leikmönnum. „Ég þoli ekki þegar þjálfarar vaða í leikmenn, Mikel Arteta gerir þetta. Dómarar verða að skilja þetta.“