Sport á Spáni segir að Xavi þjálfari Barcelona setji það í forgang að félagið kræki í Bernardo Silva frá Manchester City í sumar.
Bernardo hefur undanfarin ár verið að gæla við það að fara frá City en ekki náð að losna.
Margir telja að nú sé komið að því en miðjumaðurinn frá Portúgal er 29 ára gamall.
Sport á Spáni segir að Xavi vilji krækja í hann en það verði ekki einfallt því FC Bayern sé einnig með klærnar úti.
Bernardo hefur verið algjör lykilmaður í liði Pep Guardiola undanfarin ár en liðið er að berjast um það að verða enskur meistari fjórða árið í röð.