Phil Foden er besti leikmaður enska fótboltans á þessu tímabili, það eru FWA sem veita verðlaunina.
FWA eru samtök fyrir blaðamenn á Englandi en þeir hafa í gegnum árin valið þann besta.
Það er mikill heiður í Englandi að fá verðlaunin en 42 prósent völdu Foden sem besta manninn.
Foden er 23 ára gamall en hann hefur reynst Manchester City vel á þessu tímabili, hann hefur skorað 24 mörk og lagt upp í 10 í öllum keppnum.
Declan Rice miðjumaður Arsenal var í öðru sæti og Rodri miðjumaður Manchester City kom þar á eftir.
Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var fjórði, Ollie Watkins framherji Aston Villa sá fimmti og Cole Palmer leikmaður Chelsea í sjötta sæti.