Graeme Souness fyrrum þjálfari Liverpool telur að Virgil van Dijk sé líklegur til að yfirgefa félagið í sumar.
Samningur Van Dijk rennur út eftir rúmt ár og eru taldar líkur á að hann fari.
„Það hræðir mig að samningur Van Dijk fer að renna út, hann verður 33 ára í júlí. Ef umboðsmaður hans heyrir í Real Madrid þá mæta þeir klárir,“ segir Souness.
„Ég horfi bara á stöðuna og þau ummæli sem hann hefur látið falla undanfarið, hann hefur ekki gert þetta í gegnum ferilinn. Hann virkar augljóslega ósáttur.“
„Hann hefur fengið spurningar um Arne Slot og nýr þjálfari þarf að fá hann á sitt band.“
„Van Dijk er fyrirliði liðsins en hann er kannski ekki spenntur fyrir því að spila fyri Slot.“