Fjórir leikir fóru fram í 1. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Í Breiðholti tók Leiknir á móti Njarðvík og unnu gestirnir sterkan sigur. Björn Aron Björnsson komu þeim í 0-2 í fyrri hálfleik en Róbert Quental Árnason minnkaði muninn fyrir Leikni í seinni hálfleik. Lokatölur 1-2.
Nýliðar ÍR unnu þá óvæntan sigur á Keflvíkingum, sem margir spá upp í ár. Bragi Karl Bjarkason kom Breiðhyltingum yfir á 24. mínútu en skömmu seinna jafnaði Valur Þór Hákonarson fyrir heimamenn. Stefán Þór Pálsson skoraði svo sigurmark leiksins fyrir ÍR seint í fyrri hálfleik.
Aftureldingu mistókst þá að vinna Gróttu á heimavelli. Mosfellingar komust yfir snemma leiks þegar Aron Bjarki Jósepsson gerði sjálfsmark. Damian Timan skoraði jöfnunarmark Gróttu eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleik.
Loks gerðu Þróttur og Þór 1-1 jafntefli. Rafael Victor kom gestunum yfir eftir um hálftíma leik af vítapunktinum og leiddu þeir með því marki allt þar til í blálokin þegar Jorgen Pettersen jafnaði fyrir Þrótt.
Úrslit kvöldsins
Þróttur 1-1 Þór
Leiknir 1-2 Njarðvík
Afturelding 1-1 Grótta
Keflavík 1-2 ÍR