Julien Lopetegui gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina sem stjóri West Ham. Guardian greinir frá.
Lopetegui, sem er fyrrum stjóri Real Madrid, stýrði síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni en hann yfirgaf félagið skömmu fyrir yfirstandandi leiktíð.
Óvissa er hver verður stjóri West Ham á næstu leiktíð. Samningur David Moyes er að renna út og ekki er víst að hann verði framlengdur.
West Ham horfir því til Lopetegui og samkvæmt Guardian er ekki ólíklegt að félaginu takist að landa honum.