Luton tók á móti Everton í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Gestirnir, sem þegar hafa bjargað sér frá falli, komust yfir á 24. mínútu með marki Dominic Calvert-Lewin af vítapunktinum.
Elijah Adebayo jafnaði hins vegar fyrir Luton skömmu síðar og staðan í hálfleik var 1-1.
Meira var ekki skorað og urðu það lokatölur.
Luton er því enn í fallsæti, nú með 26 stig, eins og Nottingham Forest sem er sæti ofar. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða og er með betri markatölu.