Robert Lewandowski er ekki ósnertanlegur í sumar ef marka má heimildir the Athletic sem fjallar um pólska landsliðsmanninn.
Athetic segir að aðeins þrír leikmenn séu ósnertanlegir í sumar og að Lewandowski verði mögulega seldur.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og gæti þurft að losa þónokkra leikmenn svo aðrir geti bæst í hópinn.
Framherjinn verður launahæsti leikmaður Börsunga næsta vetur en hann hefur sjálfur gefið út að hann sé ekki á förum.
Laun Lewandowski munu hækka í sumar og er það stór ástæða fyrir því að Börsungar íhuga að selja leikmanninn.
,,Að fara frá Barcelona í sumar er ekki möguleiki, það er ekki umræðuefni,“ sagði Lewandowski en samkvæmt Athletic er möguleiki á að hann verði neyddur annað.