Það er viðbúið að það verði breytingar hjá Manchester United í sumar en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk hefur verið að fara í gegnum félagið undanfarna mánuði.
Ljóst er á að margir fari en einnig að Ratcliffe og hans fólk reyni að styrkja leikmannahópinn.
Ensk blöð segja í morgun að það sé í forgangi að styrkja þrjár stöður, miðvörð, miðjumann og framherja en margir myndu vilja sjá bakvörð á innkaupalistanum.
Anthony Martial fer frá félaginu í sumar en svo er talið að félagið muni selja nokkra leikmenn en Casemiro hefur verið nefndur til sögunnar.
Þá mun Raphael Varane líklega fara frítt en hann verður samningslaus í sumar og hafa aðilar ekki náð saman um nýjan samning.