Enska knattspyrnusambandið íhugar nú að banna alfarið vináttuleiki enskra liða eftir lok tímabils. Times fjallar um málið.
Þetta gerir sambandið með velferð leikmanna að leiðarljósi. Ástæða þess að það skoðar nú þennan möguleika er vináttuleikur Tottenham og Newcastle sem fer fram í Ástralíu aðeins þremur dögum eftir síðastu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í vor.
Nokkuð hefur verið um svona leiki undanfarin ár þar sem ensk félög vilja sinna aðdáendum sínum úti um heim allan og ná þannig inn fjármunum í leiðinni.
Knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af þessari þróun og gæti farið svo að slíkir leikir verði bannaðir.
Stutt er síðast sambandið réðist síðast í breytingar með velferð leikmanna að leiðarljósi, en endurteknir leikir í enska bikarnum heyra nú sögunni til eftir ákvörðun þess á dögunum.