Enzo Fernandez, leikmaður Chelsea, mun ekki spila meira með liðinu á þessu tímabilii.
Frá þessu er greint í dag og eru ekki góðar fréttir fyrir Chelsea fyrir lokaleiki ensku úrvalsdeildarinnar.
Fabrizio Romano segir að Fernandez hafi þurft að fara í aðgerð en ætti að ná Copa America með Argentínu og verður klár með Chelsea á næsta tímabili.
Chelsea getur enn náð Evrópusæti á þessu tímabili þrátt fyrir 5-0 tap gegn Arsenal í miðri viku.
Margir leikmenn eru á meiðslalista Chelsea og er nú enn ein stjarnan búin að bætast við.