Kevin de Bruyne er betri leikmaður en goðsagnir á borð við Frank Lampard, Steven Gerrard og Yaya Toure.
Þetta segir Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, en hann spilaði sjálfur með bæði Lampard og Gerrard.
De Bruyne hefur lengi verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og spilar með Manchester City.
Carragher hrósaði De Bruyne í hástert eftir 4-0 sigur City á Brighton í deildinni í kvöld.
,,Hann er alltaf með ákveðna mynd í hausnum. Við höfum séð marga frábæra leikmenn eins og Gerrard, Lampard og Yaya Toure en hann er númer eitt fyrir mér,“ sagði Carragher.
,,Hann gerir hluti sem tilheyra ekki þessum heimi, hann gefur sendingar sem mjög fáir geta gert. Ég dáist að honum í hvert skipti sem ég horfi á hann.“