Ofurtölvan geðþekka telur að Arsenal verði enskur meistari með 85 stig í lok tímabils, þetta er niðurstaðan eftir 5-0 sannfærandi sigur liðsins á Chelsea í gær.
Arsenal er með fjögurra stiga forskot á Manchester City sem á þó tvo leiki til góða.
Ofurtölvan telur að Arsenal muni ná í einus tigi meira en bæði Manchester City og Liverpool.
Aston Villa mun svo halda í síðasta Meistaradeildarsætið en Manchester United endar í sjöunda sætinu.
Svona endar deildin samkvæmt Ofurtölvunni.