Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Sigurberg Áka Jörundsson um að koma til félagsins frá Stjörnunni.
Sigurbergur semur við félagið til loka ársins 2027.
Hann er gríðarlega efnilegur varnar og miðjumaður sem hefur leikið 47 meistaraflokksleiki á sínum ferli þrátt fyrir ungan aldur. Einnig hefur hann verið fastamaður í liði U-19 ára landsliðs karla sem fór í úrslitakeppni EM u-19 ára landsliða þar sem hann spilaði í öllum leikjum liðsins.
„Við bjóðum Sigurberg hjartanlega velkominn til Fylkis og hlökkum til að sjá hann spreyta sig í appelsínugulu treyjunni,“ segir á vef Fylkis.