Breyting hefur orðið á leikstöðum tveggja leikja í Bestu deild kvenna.
Vegna vallaraðstæðna spilar FH heimaleik sinn gegn Þór/KA á laugardag á BIRTU-vellinum að Ásvöllum.
Besta-deild kvenna
FH – Þór/KA
Var: Laugardaginn 27. apríl kl. 16.15 á Kaplakrikavelli
Verður: Laugardaginn 27. apríl kl. 16.15 á BIRTU vellinum
Þá víxla Breiðablik og Tindastóll á heimaleikjum vegna viðgerða á Sauðárkróksvelli.
Besta-deild kvenna
Tindastóll – Breiðablik
Var: Laugardaginn 27. apríl kl. 16.15 á Sauðárkróksvelli
Verður: Laugardaginn 27. apríl kl. 16.15 á Kópavogsvelli
Besta-deild kvenna
Breiðablik – Tindastóll
Var: Þriðjudaginn 2. júlí kl. 18.00 á Kópavogsvelli
Verður: Þriðjudaginn 2. júlí kl. 18.00 á Sauðárkróksvelli