Sparkspekingar telja að VAR tæknin hafi ekki verið notuð rétt þegar mark var tekið af Coventry í framlengdum leik gegn Manchester United í enska bikarnum á sunnudag.
United var með 3-0 forystu þegar liðið úr næst efstu deild setti í gír og jafnaði leikinn 3-3.
Framlengja þurfti leikinn þar sem Coventry var sterkari aðili leiksins og skoraði mark, eftir langa skoðun ákvað VAR að dæma markið af vegna rangstöðu.
Netverjar hafa nú skoðað málið vel og telja að línan hafi verið teiknuð yfir tærnar á Aaron Wan-Bissaka varnarmanni United til að ná fram þessari niðurstöðu.
Engu mátti muna og hefði línan farið við tærnar á Wan-Bissaka telja netverjar að ekki hefði verið hægt að dæma markið af.
United vann sigur í vítaspyrnukeppni en þetta umdeild atvik má sjá hér að neðan.