Antony, leikmaður Manchester United, hefur sent út stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir mikla umræðu um hann síðustu daga.
Antony kom sér í fréttirnar fyrir óíþróttamannslega hegðun gagnvart leikmönnum enska B-deildarliðsins Coventry eftir leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins um helgina.
Antony hljóp að leikmönnum Coventry og hélt um eyrun eftir að United hafði tryggt sér sigur í vítaspyrnukeppni.
Margir hafa gagnrýnt Brasilíumanninn fyrir að gera þetta eftir hetjulega baráttu B-deildarliðsins en nú hefur hann svarað fyrir sig.
„Coventry sannað hvers vegna þeir komust í undanúrslitin. Við vildum fara í úrslitaleiknn fyrir stuðningsmenn okkar og það tókst,“ skrifar Antony á X og heldur áfram.
„Eftir framkomu leikmanns þeirra í garð okkar aðdáenda ákvað ég að koma félagi mínu til varnar.“