Knattspyrnustjórinn Ruben Amorim hjá Sporting og Liverpool náðu aldrei nokkru samkomulagi, þvert á fréttir á dögunum. Fabrizio Romano segir frá.
Amorim er ansi spennandi stjóri og hefur hann verið orðaður sterklega við stjórastarfið hjá Liverpool. Eins og allir vita er Jurgen Klopp á förum í sumar.
David Ornstein á The Athletic sagði hins vegar frá því fyrr í dag að ólíklegt væri að Amorim taki við Liverpool en að West Ham sé komið inn í myndina sem hans næsti áfangastaður ef David Moyes, stjóri liðsins, fer í sumar.
Romano segir að viðræður hafi vissulega átt sér stað á milli Amorim og Liverpool en að ekkert samkomulag hefði náðst, allavega ekki enn sem komið er.
Þá tekur hann undir fréttir Ornstein um Amorim og West Ham en segir ekkert samkomulag í höfn þar heldur.
🚨 Rúben Amorim and Liverpool never had any agreement done/sealed. Talks took place as candidate on club’s list but it wasn’t agreed.
West Ham approached Amorím, as called by @David_Ornstein — nothing done/agreed also in this case.
Contacts with #LFC in stand-by at this stage. pic.twitter.com/I9XIBOVjyy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024