Jimmy Walker fyrrum markvörður West Ham og Tottenham vandar Bruno Fernandes ekki kveðjurnar og segir hann algjöran vesaling.
Walker horfði á undanúrslitaleik enska bikarsins þar sem Manchester United vann sigur á Coventry City í vítaspyrnukeppni.
Bruno skoraði þar úr fjórðu spyrnunni og las aðeins yfir Bradley Collins markverði Coventry.
„Ef ég væri markvörður Coventry þá myndi ég finna þessa rottu í göngunum eftir leik,“ sagði Walker.
Walker var spurður að því hvort hann væri með eitthvað horn í síðu Bruno. „Nei bara af því að hann er vesalingur,“ sagði Walker.