Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafi í Manchester United, segir að stuðningsmenn megi ekki búast við því að hlutirnir breytist á einni nóttu hjá félaginu.
Ratcliffe og hans félag, INEOS, taka yfir fótboltahlið United og má búast við að vel verði tekið til í sumar og næstu félagaskiptagluggum.
„Stuðningsmennirnir eru óþolinmóðir og ég skil það,“ segir Ratcliffe sem segir hins vegar að þeir verði að sýna þolinmæði aðeins lengur.
„Þetta er ferðalag, hvort sem þeim líkar það eða ekki verða þeir að vera þolinmóðir. Þetta er ekki eins og að ýta á takka. Maður snýr þessu ekki bara við á einni nóttu.“