West Ham hefur áhuga á að ráða Ruben Amorim, stjóra Sporting, í sumar ef David Moyes fer. David Ornstein á The Athletic segir frá þessu.
Amorim er ansi spennandi stjóri og hefur hann verið orðaður sterklega við stjórastarfið hjá Liverpool. Eins og allir vita er Jurgen Klopp á förum í sumar.
Sem stendur er þó ólíklegt að Amorim fari þangað að sögn Ornstein.
West Ham er með Amorim á blaði og hefur verið í sambandi við hann.
Það er þó ekkert komið á hreint með framtíð Moyes. Samningur hans við West Ham rennur út í sumar og ekki er ljóst hvort hann verði áfram.
🚨 EXCL: West Ham in talks over ambitious move for Ruben Amorim if David Moyes goes. Julen Lopetegui also assessed but Amorim current top target. #WHUFC said to appeal but unclear where they sit among 39yo’s options. Liverpool looks unlikely @TheAthleticFC https://t.co/0WKBW7ey3R
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 22, 2024